Viðskipti innlent

Hildur og Elín Val­gerður í stjórn­enda­stöður hjá Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Ottesen og Elín Valgerður Margrétardóttir.
Hildur Ottesen og Elín Valgerður Margrétardóttir. Harpa

Hildur Ottesen hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra Hörpu og Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu.

Í tilkynningu frá Hörpu segir að Hildur muni hafa umsjón með fjölbreyttum markaðs- og kynningarmálum Hörpu - leiða markaðsráð rekstraraðila, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla auk þess að vera leiðtogi í stafrænni miðlun og þróun.

„Hildur hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum og kemur frá Arion banka þar sem hún hefur starfað undanfarin 14 ár. Á starfsferli sínum í Arion banka hefur Hildur komið að fjölbreyttum verkefnum; starfað á samskiptasviði bankans, verið viðburðarstjóri og vörumerkjastjóri. Sem vörumerkjastjóri bankans tók Hildur þátt í að leiða og móta markaðssetningu á stafrænum verkefnum, innleiðingu kerfa fyrir starfsfólk og þróun á útibúaneti. Hildur er með BS gráðu í ferðamálafræði og BA í spænsku og starfaði lengi við ferðaþjónustu erlendis.

Elín Valgerður Margrétardóttir

Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Elín leiðir og fer með faglega stefnumótun í mannauðs- og gæðamálum ásamt því að veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í málaflokknum. Elín hefur starfað í mannauðsmálum í 16 ár og nú síðast sem sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hún sinnti stefnumótun og ráðgjöf til stjórnenda stofnana ríkisins. Elín átti sæti í samninganefnd ríkisins þar sem hennar innkoma í samningagerð var að miklu leyti tengd samspili starfsumhverfismála og líðan starfsfólks. Á sínum starfsferli hefur Elín lagt áherslu á og stutt við mikilvægi góðra og uppbyggilegra samskipta. Elín Valgerður er með BA í ensku og bókmenntafræði, meistaragráðu, annars vegar í mannauðsstjórnun og hins vegar í ritstjórn og útgáfu auk þess að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×