Klinkið

Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra

Ritstjórn Innherja skrifar
Már var einkum umdeildur á meðal Sjálfstæðismanna vegna tenginga sinna við vinstri væng stjórnmálanna og embættisverk sem féllu illa í kramið hjá sumum flokksmönnum.
Már var einkum umdeildur á meðal Sjálfstæðismanna vegna tenginga sinna við vinstri væng stjórnmálanna og embættisverk sem féllu illa í kramið hjá sumum flokksmönnum.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Már fer nú fyrir vinnu á vegum ráðuneytisins sem miðar að því að greina hvaða leiðir séu helst færar til að rýmka heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga erlendis eins og sumir þeirra hafa kallað mjög eftir. Áður hafði seðlabankastjórinn fyrrverandi unnið skýrslu um stöðu lífeyrissjóðanna í hagkerfinu á grunni verksamnings við ráðuneytið og í fyrra var hann fenginn til að leiða starfshóp til að greina efnahagsleg áhrif sóttvarna.

Ekki verður betur séð en að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri mikið traust til Más sem var þó stundum umdeildur á stjórnartíð sinni í Svörtuloftum. Hann var einkum umdeildur á meðal Sjálfstæðismanna vegna tenginga sinna við vinstri væng stjórnmálanna og embættisverk sem féllu illa í kramið hjá sumum flokksmönnum. Varð Bjarni fyrir miklum þrýstingu af hálfu áhrifamanna innan flokksins sem vildu koma í veg fyrir að Már yrði endurskipaður til fimm ára haustið 2014. Svo fór, eins og kunnugt er, að Már var endurskipaður.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.