Klinkið

Kaldhæðni örlaganna hjá Viðreisn

Ritstjórn Innherja skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson eru bæði í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson eru bæði í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Vísir/Vilhelm

Þingflokkur Viðreisnar lagði fram tímabæra beiðni á dögunum um sérstaka umræðu um sóttvarnir og frelsi í þinginu. Umræðan er langþráð á þeim vettvangi enda hefur það aldrei verið skrifað inn í starfslýsingu sóttvarnarlæknis að hann skuli einn meta hvort vegur þyngra, smitvarnir eða frelsi fólks.

Ekki er við hann að sakast þó hér hafi verið ráðist í umfangsmestu takmarkanir á borgaralegum réttindum í lýðveldissögunni án þess að það hafi komið til nokkurrar alvöru umræðu á Alþingi eða meðal kjörinna fulltrúa, nema með örfáum undantekningum. Það er hins vegar til marks um kaldhæðni örlaganna að sennilega mun umræðan þurfa að eiga sér stað í gegnum fjarfundarbúnað, enda allir þingmenn Viðreisnar með tölu í einangrunarvist vegna veirunnar.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×