Viðskipti innlent

Partners Group kaupir atNorth

Atli Ísleifsson skrifar
Eyjólfur Magnús Kristinsson er forstjóri atNorth.
Eyjólfur Magnús Kristinsson er forstjóri atNorth. atNorth

Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð.

Í tilkynningu frá atNorth segir að Partners Group sé skráð félag og eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu og að kaupin falli vel að stefnu atNorth um aukin umsvif á Norðurlöndum á komandi árum.

„atNorth rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og Svíþjóð og þjónar ýmsum fyrirtækjum víðs vegar að úr heiminum, frá litlum fyrirtækjum til alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana í fjölmörgum greinum, t.d. í heilbrigðisgeiranum, í rannsóknum og vísindum, framleiðslu, fjármálaiðnaði og veðurfræði. Starfsmenn atNorth eru alls um 40 talsins, en að auki koma um 40 verktakar beint að daglegri þjónustu í kringum rekstur fyrirtækisins og enn fleiri óbeint.

Viðskiptin skapa mikil vaxtartækifæri fyrir atNorth, sem hefur einsett sér að vera leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Stjórnendateymi atNorth verður áfram við stjórnvölinn og mun stýra sókn félagsins inn á nýja markaði,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.