Viðskipti innlent

Icelandair flýgur til Norður-Karólínu

Eiður Þór Árnason skrifar
Icelandair hefur lagt áherslu á að bæta við áfangastöðum í Bandaríkjunum sem hafa litlar tengingar við Evrópu.
Icelandair hefur lagt áherslu á að bæta við áfangastöðum í Bandaríkjunum sem hafa litlar tengingar við Evrópu. VÍSIR/VILHELM

Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október.

Raleigh er höfuðborg Norður-Karólínuríkis á austurströnd Bandaríkjanna og búa þar um 10,5 milljónir manna. Icelandair hyggst bjóða tíðar ferðir til og frá Íslandi og öflugar tengingar áfram til áfangastaða félagsins í Evrópu, en frá Raleigh-flugvelli eru ekki margar beinar tengingar við Evrópu í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en góðar tengingar eru frá Raleigh áfram til fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að Raleigh sé spennandi viðbót við leiðakerfi félagsins. Norður Karólína hafi upp á margt að bjóða og tengingar við borgina geti komið sér vel fyrir háskólasamfélagið og viðskipti milli Íslands og Bandaríkjanna.

„Þá skapast góðar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu við Ísland og áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum áfangastöðum vestanhafs sem hafa litlar tengingar við Evrópu fyrir. Þannig getur félagið bætt mjög þjónustu frá þessum svæðum til Evrópu og nýtt þau tækifæri sem liggja í öflugu leiðakerfi okkar og stuttum tengitíma á Keflavíkurflugvelli,“ segir Bogi í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.