Viðskipti innlent

Gróa Björg hættir hjá Skeljungi

Atli Ísleifsson skrifar
Gróa Björg Baldvinsdóttir.
Gróa Björg Baldvinsdóttir. Skeljungur

Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu.

Í tilkynningu kemur fram að Gróa hafi starfað hjá Skeljungi frá árinu 2017 í margvíslegum störfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur félagsins, regluvörður og ritari stjórnar.

Frá árinu 2019 hafi Gróa setið í framkvæmdastjórn félagsins, nú síðast sem framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæða, mannauðs og menningar.

Áður starfaði Gróa sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu frá 2011 til 2017. Gróa er með BA og MA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gróa er einnig með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Haft er eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, að undanfarin ár hafi Gróa Björg verið einn af lykilstarfsmönnum félagsins og verið virkur þátttakandi í stefnumótun og rekstri þess. „Við þökkum Gróu fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×