Viðskipti innlent

Ólafía nýr fjár­mála­stjóri Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Deloitte

Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Sunnu Dóru Einarsdóttur, meðeigenda Deloitte og sviðsstjóra Viðskiptalausna, sem hefur gengt því starfi undanfarin fimm ár.

Í tilkynningu frá Deloitte segir að Sunna muni einbeita sér að hlutverkinu sem sviðsstjóri Viðskiptalausna hjá félaginu, sem hafi verið í miklum vexti undanfarin ár.

„Ólafía hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður reikningshalds Festi hf. og sem framkvæmdastjóri fjármála- og vörustýringar hjá Krónunni ehf., þar áður starfaði hún sem deildarstjóri hjá Landsbankanum og dótturfélögum hans. Á árunum 1995 til 2005 starfaði Ólafía sem verkefnastjóri á endurskoðunarsviði Deloitte.

Ólafía er með cand.oecon-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.