Viðskipti innlent

Þórdís Anna frá Kviku til Landsvirkjunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur fram að þessu unnið í fjármálageiranum.
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur fram að þessu unnið í fjármálageiranum. Samsett

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár.

Þar á undan vann hún í sex ár hjá Icelandair, meðal annars sem forstöðumaður í tekjustýringu og á fjármálasviði. Einnig hefur Þórdís Anna starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Straumi fjárfestingabanka og við gjaldeyrismiðlun hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Þórdís Anna lauk BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MSc í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2007.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.