Viðskipti innlent

Sig­ríður ráðin leið­togi snjall­væðingar og staf­rænnar þróunar hjá Veitum

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Sigurðardóttir.
Sigríður Sigurðardóttir. Veitur

Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem leiðtogi Snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Í tilkynningu kemur fram að hún hafi starfað hjá Veitum síðastliðin þrjú ár við þróun og innleiðingu hermilíkana og stafrænna tvíbura af dreifikerfum Veitna.

„Sigríður hlaut doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Doktorsverkefnið, sem var unnið í samstarfi við Matís, fjallaði um greiningu fiskveiðistjórnunar með líkönum og hermun. Hluti rannsóknarinnar var unninn við Berkeley háskóla í Kaliforníu sem og Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Að auki er Sigríður með meistara- og bakkalárgráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ.

Áður en hún gekk til liðs við Veitur starfaði hún við áhættustýringu hjá Arion banka en lengst af starfaði hún hjá Matís, einkum við ýmis rannsóknarverkefni í sjávarútvegi.

Verkefni Snjallvæðingar og stafrænnar þróunar næstu misserin snúa einkum að gagnagreiningum, frekari þróun hermi- og spálíkana þar sem bæði er beitt hefðbundnum aðferðum við líkanagerð sem og gervigreindaraðferðum. Þá eru stafrænir tvíburar í þróun og munu líta dagsins ljós á komandi ári en þeir bjóða upp á rauntímasýn á veitukerfin. Markmiðið með öllu þessu er að styðja við fjárfestingar, auka rekstraröryggi og veita viðskiptavinum Veitna betri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×