Viðskipti innlent

Ráðin deildar­stjóri vöru­húsa og dreifingar hjá Dis­ti­ca

Atli Ísleifsson skrifar
Oddný Sófusdóttir.
Oddný Sófusdóttir. Distica

Oddný Sófusdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hun tekur við starfinu af Birgi Hrafn Hafsteinssyni, sem gengt hefur starfinu frá upphafi árs 2017.

Í tilkynningu kemur fram að Oddný hafi starfað hjá Distica frá árinu 2005 og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum og stjórnunarhlutverkum. 

„Oddný hefur því mikla reynslu af öllu sviðum vöruhúsareksturs auk þess að hafa verið í fararbroddi í umbótastarfi vöruhúsanna undanfarin ár. 

Frá 2018 hefur Oddný sinnt hlutverki verkefnastjóra vöruhúsanna auk þess að vera aðstoðardeildarstjóri. Á því tímabili hefur Oddný bæði tekið þátt í og leitt stór verkefni innan deildarinnar sem m.a. hafa snúið að uppfærslu vöruhúsakerfa og innleiðingu eigin dreifingar Distica á höfuðborgarsvæðinu. Oddný er með diplóma í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. 

Oddný er gift Davíð Pálssyni, þau búa í Hafnarfirði ásamt 4 börnum en saman eiga þau 5 börn og eitt barnabarn.“

Um Distica segir að það sé leiðandi á sínum markaði og sérhæfi sig í vörustjórnun fyrir fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Distica dreifir m.a lyfjum, rannsóknartækjum, rekstrarvörum og neytendavörum til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, tannlækna, dýralækna og verslana. Árstekjur Distica 2020 voru 25 milljarðar og stöðugildi 85.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.