Viðskipti innlent

Truflanir á þjónustu greiðslu­þjónustu­fyrir­tækja á svörtum fössara

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Valitor í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Truflanir eru á þjónustu greiðsluþjónustufyrirtækja á einum stærsta verslunardegi ársins. Samkvæmt tilkynningu Valitor orsakast truflanirnar af netárás en ekki álagi á kerfinu.

Jónína Ingvarsdóttir, markaðsstjóri Valitor, staðfestir að truflanir hafi verið á þjónustunni síðastliðinn klukkutíma eða svo, í samtali við Vísi.

Að sögn Péturs Péturssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, er um svokallaðað DDos árás að ræða sem herjað hefur á fleiri innlend fyrirtæki í kvöld.

Í nýlegri færslu á Facebook-síðu SaltPay á Íslandi segir að einnig hafi orðið truflanir á þjónustu fyrirtækisins í kvöld, vegna árásarinnar.

Árásin sé ekki annað en skemmdarverk sem ætlað er að valda truflunum og óþægindum.

„Tekið skal fram að innri kerfi Valitor sæta ekki árás og gagnaöryggi er nú sem fyrr tryggt,“ segir í tilkynningu Valitor.

Mikið að gera á svörtum fössara

Pétur segir mikla umferð hafa verið í kerfum Valitor í dag vegna svarts föstudags. Umferðin sé enn að aukast þrátt fyrir truflanir. Truflanirnar hafi enda einungis áhrif á afmarkaða þjónustu fyrirtækisins.

„Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta hefur valdið en mikill undirbúningur síðustu daga hefur þó dregið verulega úr þeim áhrifum sem annars hefðu getað orðið,“ segir Pétur Péturssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, að lokum.


Tengdar fréttir

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Búast megi við fleiri net­á­rásum í fram­tíðinni

Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×