Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:54 Orkuveitan áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila . Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila .
Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira