Viðskipti innlent

Bein út­sending: Átta teymi kynna ný­sköpunar­verk­efni sín í Vaxtar­rými

Eiður Þór Árnason skrifar
Viðburðurinn fer fram á Akureyri.
Viðburðurinn fer fram á Akureyri. Vísir/Tryggvi

Lokadagur Vaxtarrýmis fer fram í dag þar sem átta frumkvöðlar og fyrirtæki munu kynna nýsköpunarverkefni sín. Teymin tóku þátt í átta vikna viðskiptahraðli sem er sá fyrsti sem haldinn hefur verið á Norðurlandi.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilaranum hér fyrir neðan en útsendingin hefst klukkan 16. Vaxtarrými er ætlað frumkvöðlum og nýjum jafnt sem rótgrónum fyrirtækjum á Norðurlandi sem vilja efla nýsköpun. 

Norðanátt stendur fyrir hraðlinum, sem eru regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi, og er samstarfsverkefni Eims, landshlutasamtakanna SSNE og SSNV, Nýsköpun í Norðri (NÍN) og RATA. Vaxtarrými er viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, mat, vatn og orku.

Dagskrá:

16:00 - Sesselja Ingibjörg Barðdal, framkvæmdarstjóri Eims, og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og verkefnastjóri NÍN, stýra dagskrá.

16:15 - Opnunarerindi flytja Hilda Jana, formaður SSNE, og Unnur Valborg, framkvæmdastjóri SSNV.

16:30 - Þátttökuteymin kynna verkefnin sín.

17:15 - Lokaorð frá Önnu Lind hjá SSNE og Kolfinnu hjá SSNV.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×