Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­maður Við­skipta­fræði­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir HÍ/Kristinn Ingvarsson

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun hefja störf fyrsta dag desembermánaðar.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Viðskiptafræðistofnun sé fræðslu- og rannsóknastofnun sem sé starfrækt í umboði Viðskiptafræðideildar og annast skipulagningu, kennslu og mat á gæðum MBA-námsins við Háskóla Íslands.

„Undanfarin fjögur ár hefur Kristbjörg Eddda starfað sem framkvæmdastjóri Selvíkur ehf. á Siglufirði sem rekur meðal annars Sigló Hótel, Sigló Golf og Rauðku. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu og var áður forstjóri Kaffitárs ehf. og hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice ehf., forstöðumaður markaðssviðs Símans og forstöðumaður hjá Glitni banka. Þá gegndi hún ýmsum stjórnunarstörfum hjá Össuri ehf. á 11 ára tímabili, m.a. stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóra vörustjórnunar.

Kristbjörg Edda hefur einnig sinnt ráðgjöf og kennslu á sviði vörustjórnunar og nýsköpunar. Á starfsferli sínum hefur hún búið í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Kristbjörg Edda er hag- og viðskiptafræðingur að mennt og er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Árósum og Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.