Góð erfðaskrá er gulls ígildi Skúli Hansen skrifar 23. nóvember 2021 12:00 „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar