Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 14:04 Þetta var í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Eggert Jóhannesson Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu. Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira