Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 14:04 Þetta var í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Eggert Jóhannesson Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu. Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent