Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Júlía Katrín Björke er framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Vísir/Arnar Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“ Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“
Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira