Viðskipti innlent

Fara inn í næsta sumar með fimm vélar

Atli Ísleifsson skrifar
Nýju vélarnar, sem eru af gerðinni Airbus A320neo, eru væntanlegar til landsins í mars næstkomandi.
Nýju vélarnar, sem eru af gerðinni Airbus A320neo, eru væntanlegar til landsins í mars næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum.

Í tilkynningu segir að vélarnar verða afhentar Play í næstu viku og verði í kjölfarið málaðar og aðlagaðar að þörfum félagsins. Þær séu væntanlegar til landsins í mars 2022 áður en félagið hefur flug til Norður-Ameríku.

„Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá framleiðandanum Airbus. Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í fimm fyrir sumarið 2022.

Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í fimm fyrir sumarið 2022.

PLAY hafði áður greint frá undirritun viljayfirlýsingar við CALC í ágúst.

Í september undirritaði PLAY samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023,“ segir í tilkynningunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Play er stefnt að því að ljúka samningum um leigu á sjöttu vélinni fyrir sumarið 2022.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×