Í tilkynningu segir að vélarnar verða afhentar Play í næstu viku og verði í kjölfarið málaðar og aðlagaðar að þörfum félagsins. Þær séu væntanlegar til landsins í mars 2022 áður en félagið hefur flug til Norður-Ameríku.
„Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá framleiðandanum Airbus. Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í fimm fyrir sumarið 2022.
Þessar ráðstafanir stækka flota PLAY úr þremur flugvélum í fimm fyrir sumarið 2022.
PLAY hafði áður greint frá undirritun viljayfirlýsingar við CALC í ágúst.
Í september undirritaði PLAY samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023,“ segir í tilkynningunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Play er stefnt að því að ljúka samningum um leigu á sjöttu vélinni fyrir sumarið 2022.