Viðskipti innlent

Krista ráðin til Branden­burg

Atli Ísleifsson skrifar
Krista Hall.
Krista Hall. Aðsend

Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu.

Í tilkynningu segir að Krista hafi mikla reynslu í faginu, en hún útskrifaðist í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2014. 

„Eftir nám var hennar fyrsta stóra verkefni að hanna og skapa teiknaðan heim fyrir tölvuleikinn og appið Mussila sem ætlað er að kenna börnum tónlist. Þá hefur Krista um árabil haft umsjón með útliti á sælkerahátíðinni Food and Fun. Árið 2018 réð Krista sig til starfa hjá Tvist auglýsingastofu og tók þar stöðu umsjónarhönnuðar (e. Art Director) fyrr á þessu ári. Krista hefur nú verið ráðin á Brandenburg, í stöðu umsjónarhönnuðar.“

Hjá Brandenburg starfa tæplega fjörutíu sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um birtingar, kaup og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×