Viðskipti innlent

Bein út­sending: Seðla­bankinn rök­styður stýri­vaxta­hækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri muni fara yfir stöðuna á fundinum.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri muni fara yfir stöðuna á fundinum. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,0%.

Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Péturssonar, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, fara yfir þau rök sem að baki liggja og svara spurningum fjölmiðla og fjármálafyrirtækja.

Horfa má á útsendinguna hér fyrir neðan.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er ítrekað að hún muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma.

„Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá því í ágúst sem m.a. má rekja til þrálátari alþjóðlegra verðhækkana, hraðari viðsnúnings í innlendum efnahagsumsvifum og hækkunar launakostnaðar. Horfur eru á að verðbólga aukist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda haldist kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið.“

Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir daginn í dag var 6. október síðastliðinn, en þá var ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósent, þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 1,5 prósent.

 Líkt og sjá má á myndritinu hér fyrir ofan hafa stýrivextir hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.