Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 14:29 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, segir eftirspurn á íbúðamarkaði vera svo mikla að framboð anni henni ekki. Vísir/Vilhelm Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira