Innlent

Tveir lög­reglu­menn slasaðir eftir árás á geð­deild

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Árásin átti sér stað inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Vísir/Vilhelm

Tveir lögreglumenn slösuðust og þurftu að leita á slysadeild Landspítala eftir að maður réðst á þá inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut í morgun.

Sagt er frá atvikinu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi átt sér stað í morgun þar sem lögreglumennirnir hafi verið við skyldustörf.

Jóhann Karl segir lögreglumennina hafa verið slegna í framan en að þeir séu ekki alvarlega slasaðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.