„Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 23:16 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var óánægður með 57 stiga tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. „Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
„Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira