„Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 23:16 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var óánægður með 57 stiga tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. „Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
„Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn