Handbolti

Öðrum leik í Olís-deildinni frestað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Samkvæmt heimildum Vísis er komið upp smit í herbúðum Gróttu, en leik liðsins gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað.
Samkvæmt heimildum Vísis er komið upp smit í herbúðum Gróttu, en leik liðsins gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Vísir/Vilhelm

Leik Gróttu og HK í Olís-deild karla sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Í gær var greint frá því að leik Fram og Vals, sem einnig átti að fara fram í dag, hafi einnig verið frestað.

HSÍ greindi frá þessu í gær, en þar er ekki tekið fram hvers vegna leiknum hefur verið frestað. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna þess að kórónuveirusmit kom upp í herbúðim Gróttu.

Enn á eftir að finna nýjan leikdag fyrir báða leikina, en þeir verða tilkynntir fljótlega.

Grótta situr í tíunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki, en liðið gerði sér lítið fyrir og vann góðan tveggja marka sigur gegn þá taplausum Stjörnumönnum í seinasta leik.

HK situr hins vegar sæti neðar og er eitt tveggja liða sem er enn án stiga eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×