Viðskipti innlent

Enn ein mat­höllin opnar senn í Reykja­vík

Árni Sæberg skrifar
Mathöllin verður staðsett að Vesturgötu 2.
Mathöllin verður staðsett að Vesturgötu 2. Restaurant Reykjavík

Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður.

Þetta segir í grein á vefsíðunni veitingageirinn.is. Samkvæmt greininni verða fjórtán veitingastaðir á tveimur hæðum í höllinni sem er heilir 1.800 fermetrar að stærð. Þá verður jafnframt veislusalur á eftstu hæð hússins. 

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu og ekki er gert ráð fyrir að dyr hallarinnar opni fyrr en í mars, í fyrsta lagi.

„Eftirspurn er búinn að vera flott í pláss í básana og erum við búnir að ganga frá einhverjum nú þegar. Ég lít á þetta project sem stökkpall fyrir nýja aðila sem eru með nýjar og spennandi hugmyndir og vilja koma sér á framfæri,“ segir Árni Traustason, sölu og markaðsstjóri mathallarinnar, í samtali við Veitingageirann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×