Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 21:48 Veðrið setti svip sinn á starfsemi á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/KMU Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. „Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld. Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld.
Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira