Viðskipti innlent

Auð­æfi Davíðs Helga­sonar hafa tvö­faldast síðan í mars

Árni Sæberg skrifar
Davíð Helgason á líklega fyrir nægu salti í grautinn.
Davíð Helgason á líklega fyrir nægu salti í grautinn. Aðsend

Samkvæmt rauntímalista Forbes er Davíð Helgason nú metinn á rúma tvo milljarða Bandaríkjadala. Hann nálgast Björgólf Thor Björgólfsson nú óðfluga sem efnaðasti Íslendingurinn.

Að sögn Viðskiptablaðsins má rekja gríðarlega aukningu auðæfa Davíðs til fjórðungshækkunar á verði hlutabréfa í Unity, hugbúnaðarfyrirtækis sem Davíð stofnaði. Hann fer nú með um 3,6 prósent hlut í fyrirtækinu en hann hefur selt hluti fyrir ríflega fjóra milljarða króna á síðustu misserum.

Unity keypti á dögunum hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.



Nú munar einungis um tvö hundruð milljónum dala á auðæfum þeirra Davíðs og Björgólfs Thors sem hefur um langt skeið verið efnaðasti Íslendingurinn. Viðskiptablaðið setur þó þann fyrirvara að Forbes uppfæri verðmat á eignum Björgólfs ekki jafnreglulega og Davíðs.

Þegar auðmannalisti Forbes var gefinn út formlega í mars fyrr á þessu ári var Davíð metinn á um einn milljarð dala.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×