Í auglýsingunni er augljóslega verið að gera grín að nýjasta uppátæki Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem tilkynnti á dögunum að nafni fyrirtækisins hefði verið breytt í „Meta“ en „metaverse“ er eitt þeirra fyrirbæra sem tröllríða nú tækniiðnaðinum.
Hér verður ekki farið nánar út í það nákvæmlega hvað „metaverse“ er og sniðug auglýsing fyrir Ísland svo sem ekki í frásögur færandi þannig séð, nema hvað að áðurnefndur Mark Zuckerberg virðist hafa orðið var við hana í nótt og gaf sér tíma til að setja inn ummæli.
„Stórkostlegt. Ég þarf að heimsækja Icelandverse bráðlega. Glaður að þú ert líka með sólvörn,“ sagði frumkvöðullinn og lét hlæjandi broskarl fylgja með.

Aðstandendur Inspired by Iceland voru ekki lengi að svara kappanum:
„Ó, hæ Mark! Þú ert alltaf velkominn. Icelandverse er opið 24/7!“
