Viðskipti innlent

Arn­dís Ósk nýr yfir­maður verk­efna­stofu Borgar­línu

Atli Ísleifsson skrifar
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds.
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds. Vegagerðin

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni.

Arndís Ósk hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Borgarlínan sé samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Betri Samgangna og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og verði unnin í nánu samstarfi þessara aðila.

„Arndís hefur undanfarin 14 ár unnið hjá OR og Veitum og nú síðast sem forstöðumaður vatns- og fráveitu. Arndís situr einnig í framkvæmdarstjórn Veitna. Arndís hefur mikla reynslu af verkefnastjórnsýslu, áætlanagerð og undirbúningi umfangsmikilla opinberra framkvæmda. Arndís hefur einnig mikla og farsæla reynslu af því að leiða opinber innviðaverkefni með ólíkum hagaðilum.

Á verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni starfa sérfræðingar á sviði samgöngumála og gatna- og stígahönnunar. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Vegagerðarinnar, sveitarfélaga og innlendum og erlendum stoðráðgjöfum Borgarlínu.

Arndís mun hefja störf á nýju ári,“ segir í tilkynningunni, en hún tekur við starfinu af Hrafn­keli Á. Proppé.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×