Fá vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við lóðaframkvæmdir eftir allt saman Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Deilan sneri sérstaklega að hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Getty Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Deilan sneri að tveimur greiðslum sveitarfélagsins, en ríkisskattstjóri hafði ákveðið að hafna endurgreiðslu á virðisaukaskatti að fjárhæð annars vegar um 422 þúsund krónur og hins vegar tæpum 1,3 milljónum króna vegna framkvæmda á lóðum húsnæðisins. Sveitarfélagið, sem ekki er nefnt á nafn í úrskurðinum, óskaði eftir endurgreiðslunni á grundvelli átaksins Allir vinna sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Sveitarfélagið óskaði eftir endurgreiðslu á ýmsum verkþáttum framkvæmda við endurnýjun á girðingu við leikskóla, línumerkinga á frjálsíþróttavelli, verkstæðisvinnu og hellu- og túnþökugerð. Deilan sneri þá sérstaklega að þvi hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Í úrskurðinum kemur fram að af hálfu ríkisskattstjóra sé lögð áhersla á að skilgreining á „öðru húsnæði“ í reglugerð leiði til þess að framkvæmdir við lóð fasteignar sveitarfélags falli hér fyrir utan. Vísi ríkisskattstjóri í þessu sambandi til þess að sérstaklega sé tekið fram í ákvæðinu að vinna þurfi að varða „byggingu með veggjum og þaki“. Hafi umsókn því verið hafnað. Yfirskattanefnd rekur svo í úrskurði sínum viðeigandi lagaákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við húsnæði sveitarfélaga og taldi skilgreiningar í reglugerðum, sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, bæru ekki með sér neinn þann merkingarmun á hugtakinu „húsnæði“ sem máli skipti. Því hafi verið fallist á umkrafða endurgreiðslu virðisaukaskatts. Skattar og tollar Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Deilan sneri að tveimur greiðslum sveitarfélagsins, en ríkisskattstjóri hafði ákveðið að hafna endurgreiðslu á virðisaukaskatti að fjárhæð annars vegar um 422 þúsund krónur og hins vegar tæpum 1,3 milljónum króna vegna framkvæmda á lóðum húsnæðisins. Sveitarfélagið, sem ekki er nefnt á nafn í úrskurðinum, óskaði eftir endurgreiðslunni á grundvelli átaksins Allir vinna sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Sveitarfélagið óskaði eftir endurgreiðslu á ýmsum verkþáttum framkvæmda við endurnýjun á girðingu við leikskóla, línumerkinga á frjálsíþróttavelli, verkstæðisvinnu og hellu- og túnþökugerð. Deilan sneri þá sérstaklega að þvi hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Í úrskurðinum kemur fram að af hálfu ríkisskattstjóra sé lögð áhersla á að skilgreining á „öðru húsnæði“ í reglugerð leiði til þess að framkvæmdir við lóð fasteignar sveitarfélags falli hér fyrir utan. Vísi ríkisskattstjóri í þessu sambandi til þess að sérstaklega sé tekið fram í ákvæðinu að vinna þurfi að varða „byggingu með veggjum og þaki“. Hafi umsókn því verið hafnað. Yfirskattanefnd rekur svo í úrskurði sínum viðeigandi lagaákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við húsnæði sveitarfélaga og taldi skilgreiningar í reglugerðum, sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, bæru ekki með sér neinn þann merkingarmun á hugtakinu „húsnæði“ sem máli skipti. Því hafi verið fallist á umkrafða endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13