Sagosen fær sand af seðlum hjá Kolstad Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 17:01 Sander Sagosen er að margra mati besti handboltamaður í heimi. getty/Andreas Gora Norska handboltastjarnan Sander Sagosen þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomunni eftir að hann gengur í raðir Kolstad sumarið 2023. Forráðamenn Kolstad er stórhuga og eru byrjaðir að safna saman í nýtt ofurlið. Félagið hefur þegar samið við fjóra norska landsliðsmenn, Sagosen, Magnus Rød, Torbjørn Bergerud og Magnus Gullered, og íslensku landsliðsmennina Sigvalda Guðjónsson og Janus Daða Smárason. Þeir fjórir síðastnefndu koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Matvörukeðjan Rema 1000 er stærsti styrktaraðili Kolstad og félagið er afar fjársterkt, svo mjög að það getur keppt við stærstu félög Evrópu um leikmenn. Talið er að Sagosen hafi fengið sex milljónir norska króna í árslaun hjá Kiel, eftir skatta. Það gerir rúmlega 92 milljónir íslenskra króna. Í samtali við VG staðfesti Sagosen að hann fengi ekki lægri laun hjá Kolstad en hann fær hjá Kiel. Raunar mun hann fá mun hærri laun hjá Kolstad ef marka má frétt VG. Þar kemur fram að Sagosen fái rúmlega tíu milljónir norskra króna í árslaun hjá Kolstad. Það samsvarar rúmlega 153 milljónir íslenskra króna. Það er nemur nánast jafn miklu og öllum launakostnaði Elverum, besta liðs Noregs, á ári. Sagosen er uppalinn hjá Kolstad en fór frá félaginu þegar hann var sautján ára. Nú á hann að hjálpa Kolstad að komast í fremstu röð í Evrópu. Mikið er óunnið hjá Kolstad en liðið er í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og tapaði með tíu marka mun fyrir Haslum, 20-30, í síðasta leik sínum. Norski handboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Forráðamenn Kolstad er stórhuga og eru byrjaðir að safna saman í nýtt ofurlið. Félagið hefur þegar samið við fjóra norska landsliðsmenn, Sagosen, Magnus Rød, Torbjørn Bergerud og Magnus Gullered, og íslensku landsliðsmennina Sigvalda Guðjónsson og Janus Daða Smárason. Þeir fjórir síðastnefndu koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Matvörukeðjan Rema 1000 er stærsti styrktaraðili Kolstad og félagið er afar fjársterkt, svo mjög að það getur keppt við stærstu félög Evrópu um leikmenn. Talið er að Sagosen hafi fengið sex milljónir norska króna í árslaun hjá Kiel, eftir skatta. Það gerir rúmlega 92 milljónir íslenskra króna. Í samtali við VG staðfesti Sagosen að hann fengi ekki lægri laun hjá Kolstad en hann fær hjá Kiel. Raunar mun hann fá mun hærri laun hjá Kolstad ef marka má frétt VG. Þar kemur fram að Sagosen fái rúmlega tíu milljónir norskra króna í árslaun hjá Kolstad. Það samsvarar rúmlega 153 milljónir íslenskra króna. Það er nemur nánast jafn miklu og öllum launakostnaði Elverum, besta liðs Noregs, á ári. Sagosen er uppalinn hjá Kolstad en fór frá félaginu þegar hann var sautján ára. Nú á hann að hjálpa Kolstad að komast í fremstu röð í Evrópu. Mikið er óunnið hjá Kolstad en liðið er í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og tapaði með tíu marka mun fyrir Haslum, 20-30, í síðasta leik sínum.
Norski handboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira