Viðskipti erlent

Selur 10 prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stendur Musk við orð sín?
Stendur Musk við orð sín? Getty/Liesa Johannssen-Koppitz

Elon Musk mun selja 10 prósent af hlut sínum í Tesla til að geta greitt skatt af ágóðanum, ef hann er maður orða sinna. 

Skoðanakönnun sem hann efndi til á Twitter um helgina fór þannig að 57,9 prósent reyndust fylgjandi sölu en Musk hét því að fara að niðurstöðunni.

3,5 milljónir greiddu atkvæði í könnuninni en 62,8 milljón manns fylgja Musk á Twitter.

Ef Musk stendur við loforð sitt mun hann selja hlutabréf að andvirði 21 milljarðs Bandaríkjadala og greiða skatt af tekjunum en það vekur athygli að hann hefur ekki enn tjáð sig um niðurstöðuna, né gaf hann til kynna hvernig og á hvaða tíma hann myndi selja.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-4,4
9
18.593
ORIGO
-4,38
14
29.048
ICESEA
-3,31
13
72.898
KVIKA
-3,2
58
839.160
VIS
-3,03
21
444.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.