Viðskipti erlent

Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims.
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims. EPA/Patrick Pleul

Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla.

Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. 

Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum.

„Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon.

Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði.

Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.