Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:46 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, með tveimur öðrum styrkþegum þegar skrifað var undir samninga í Brussel í morgun. Carbfix er fyrsta kolefnisföngunar og förgunarverkefnið sem fær styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Carbfix Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag. Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025. Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025.
Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25