Fimm nýjar lyftur á höfuðborgarsvæðið og hefja snjóframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 14:56 Von er á tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöll. Vísir/Vilhelm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð samkomulagi um 5,2 milljarða króna fjárfestingu í uppbyggingu skíðasvæða til ársins 2026. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem fá nafnið Gosi og Drottning. Þá er meðal annars stefnt að snjóframleiðslu á skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, uppsetningu nýrrar toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu en sérstakur verkefnahópur hefur verið starfræktur á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) til þess að undirbúa verkefnin og fylgja þeim eftir. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem starfar með verkefnahópnum og stjórnendum skíðasvæðisins meðal annars til að fylgja eftir samningum, hönnun og framkvæmd ásamt almennu utanumhaldi verkefnisins. Frá vinstri: Björg Fenger fulltrúi í Samráðsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahópi um framkvæmdirnar, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH, Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Doppelmayr skíðalyftum, Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.Aðsend Gert ráð fyrir að Bláfjöll fái nýjar lyftur 2022 og 2023 Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið samið við Doppelmayr skíðalyftur ehf., sem var lægstbjóðandi í samkeppnisútboði, um kaup og uppsetningu á skíðalyftunum Gosa, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2022, og Drottningu, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2023. Undirbúningsvinna vegna framkvæmdanna er þegar hafin og gengur samkvæmt áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heildarkostnaður af uppsetningu lyftna og tengdum verkefnum í fyrsta áfanga er áætlaður um 2,4 milljarðar króna. Fulltrúar stjórnar SSH og Doppelmayr á Íslandi hafa skrifað undir samning þess efnis. Við sama tækifæri fór fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir helstu hagsmunaaðilum, svo sem formönnum skíðafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samninginn undirrituðu Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson fyrir hönd Doppelmayr á Íslandi. Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að settar verði upp tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem fá nafnið Gosi og Drottning. Þá er meðal annars stefnt að snjóframleiðslu á skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, uppsetningu nýrrar toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu en sérstakur verkefnahópur hefur verið starfræktur á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) til þess að undirbúa verkefnin og fylgja þeim eftir. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem starfar með verkefnahópnum og stjórnendum skíðasvæðisins meðal annars til að fylgja eftir samningum, hönnun og framkvæmd ásamt almennu utanumhaldi verkefnisins. Frá vinstri: Björg Fenger fulltrúi í Samráðsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahópi um framkvæmdirnar, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH, Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Doppelmayr skíðalyftum, Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.Aðsend Gert ráð fyrir að Bláfjöll fái nýjar lyftur 2022 og 2023 Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið samið við Doppelmayr skíðalyftur ehf., sem var lægstbjóðandi í samkeppnisútboði, um kaup og uppsetningu á skíðalyftunum Gosa, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2022, og Drottningu, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2023. Undirbúningsvinna vegna framkvæmdanna er þegar hafin og gengur samkvæmt áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heildarkostnaður af uppsetningu lyftna og tengdum verkefnum í fyrsta áfanga er áætlaður um 2,4 milljarðar króna. Fulltrúar stjórnar SSH og Doppelmayr á Íslandi hafa skrifað undir samning þess efnis. Við sama tækifæri fór fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir helstu hagsmunaaðilum, svo sem formönnum skíðafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samninginn undirrituðu Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson fyrir hönd Doppelmayr á Íslandi.
Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira