Viðskipti innlent

Spila­æði í sam­komu­banni skilaði sér í sex­földum hagnaði

Eiður Þór Árnason skrifar
Linda Rós Ragnarsdóttir og Svanhildur Eva Stefánsdóttir, eigendur Spilavina.
Linda Rós Ragnarsdóttir og Svanhildur Eva Stefánsdóttir, eigendur Spilavina. Spilavinir

Hagnaður Spilavina nam 25,6 milljónum króna á seinasta ári og rúmlega sexfaldaðist frá 2019 þegar hann var 4,5 milljónir. Óhætt er að segja að samkomubann og mikill spilaáhugi landans hafi litað rekstur Spilavina í fyrra. 

Samhliða því tæplega tvöfölduðust sölutekjur fyrirtækisins milli ára og fóru úr 116 milljónum í 226 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Spilavina ehf. en bókfært eigið fé nam 38,3 milljónum króna í lok 2020. 

Fyrirtækið rekur verslun við Suðurlandsbraut í Reykjavík og netverslun auk þess að standa í innflutningi, heildsölu og skyldum rekstri. Ársverk voru fimm hjá Spilavinum á seinasta ári en fyrirtækið er í jafnri eigu Lindu Rósar Ragnarsdóttur og Svanhildar Evu Stefánsdóttur.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2021 vegna rekstrar ársins 2020.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×