Nýtt app með tvö þúsund viðburðum framundan á Íslandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 15:43 Hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage bjuggu til nýtt íslenskt viðburðarapp sem nú veit um tæplega tvö þúsund viðburði sem eru framundan á Íslandi. Þórarinn og Helga eru stofnendur Mobilitus og búa í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Vísir/Vilhelm Nýtt íslenskt app, Gjugg appið, hefur nú náð því marki að vita um meira en tvö þúsund viðburði framundan á Íslandi. Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Tækni Nýsköpun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira