Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 12:08 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. „Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
„Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29