Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:01 Haukur Þrastarson er kominn af stað að nýju eftir erfitt ár. Vísir/Vilhelm Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira