Viðskipti innlent

Fé­lag Norður­áls í Helgu­vík gjald­þrota

Þorgils Jónsson skrifar
Álversbyggingarnar í Helguvík. Félagið sem stofnað var um álversreksturinn var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir helgi.
Álversbyggingarnar í Helguvík. Félagið sem stofnað var um álversreksturinn var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir helgi. Vísir/Þorgils

Félagið Norðurál Helguvík ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, 28. október.

Þetta kemur fram í innköllun í Lögbirtingablaðinu í dag, en vefur Morgunblaðsins sagði frá þessu fyrr í dag.

Norðurál hugðist starfrækja álver í Helguvík og hafði lagt í miklar fjárfestingar og framkvæmdir við kerskála og fleira, en verkefnið féll um sjálft sig af ýmsum ástæðum.

Í innkölluninni er skorað á er skorað á alla þá sem telja sig hafa kröfu á búið, að lýsa þeim fyrir 28. janúar næstkomandi.

Fyrir skemmstu var sagt frá því að Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hafi verið í viðræðum við Norðurál um kaup á byggingunum í Helguvík. Þar sé í undirbúningi sprotagarður sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.