Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 00:08 Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Getty/Chesnot Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace.
Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39