Viðskipti innlent

Kvika stefnir að því að eignast meirihluta í Ortus Secured Finance

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutafjár Ortus nemi 4,2 milljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutafjár Ortus nemi 4,2 milljörðum króna.

,,Kvika keypti minnihluta í Ortus árið 2018 og hefur síðan átt í góðu samstarfi við félagið og öfluga stjórnendur þess. Kaupin eru rökrétt skref í uppbyggingu Kviku í Bretlandi. Ortus hefur eflst mikið á undanförnum árum og ljóst er að áhugaverð vaxtartækifæri blasa við félaginu í nánustu framtíð.“

Þetta er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni í tilkynningu frá Kviku banka hf. þar sem greint er frá því að Kvika og hluthafar og stjórnendur Ortus Secured Finance Ltd. hafi náð saman um meginskilmála mögulegra kaupa Kviku á meirihluta hlutafjár Ortus.

Í tilkynningunni segir að Ortus sé breskt lánafyrirtæki sem veiti fasteignatryggð lán á Bretlandseyjum. Félagið hafi verið stofnað árið 2013 og stýri í dag lánasafni að fjárhæð 23 milljarða króna, þar af 14,5 milljörðum króna í beinni eigu Ortus.

Ef af kaupunum verður muni heildareignir Kviku aukast um 10 prósent. Kvika á nú þegar, í gegnum dótturfélagið Kvika Securities Ltd. um 15 prósent hlutafé í Ortus. Gert er ráð fyrir að Ortus skili hagnaði eftir skatta að jafnvirði 600 milljóna króna árið 2021, sem er 20 prósent aukning frá fyrra ári.

„Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum,“ segir í tilkynningunni.

Gert er ráð fyrir því að verðmæti hlutafjár Ortus nemi um 4,2 milljörðum króna. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir

Út­lit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku

Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,02
154
900.662
REITIR
3,59
26
642.616
BRIM
2,6
9
269.537
REGINN
2,53
10
296.182
EIK
2,52
10
100.670

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,52
11
186.039
ISB
-1,12
53
271.181
FESTI
-0,91
13
226.995
KVIKA
-0,75
28
640.880
VIS
-0,25
18
340.294
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.