Viðskipti innlent

Út­lit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku

Eiður Þór Árnason skrifar
Samþykkt var að sameina Kviku, TM og Lykil í mars.
Samþykkt var að sameina Kviku, TM og Lykil í mars. Vísir/Vilhelm

Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið.

Afkoma TM nam um 1,8 milljörðum króna fyrir skatta og var samsett hlutfall tryggingafélagsins 83,3 prósent á þriðja ársfjórðungi og 89,1 prósent frá áramótum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samkvæmt drögunum námu hreinar þóknanatekjur samstæðunnar 1,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum en hreinar vaxtatekjur voru 1,1 milljarður. Jákvæð breyting varð á virðisrýrnun útlána upp á 80 milljónir króna.

Hreinar fjárfestingatekjur á fjórðungnum námu 1,6 milljörðum króna en þar af eru 1,2 milljarðar króna vegna TM. Ávöxtun fjáreigna TM nam 3,6% á tímabilinu.

Rekstrarkostnaður samstæðunnar var 2,6 milljarðar á tímabilinu en það er um 21 prósent lækkun frá öðrum ársfjórðungi. Uppgjör bankans er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi.

Lætur af störfum 

Fram kemur í tilkynningu frá Kviku að Markús Hörður Árnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga TM, hafi óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Markús hefur starfað hjá TM frá árinu 2008, fyrst sem sérfræðingur á sviði fjárfestinga og síðar forstöðumaður fjárfestinga. Frá árinu 2020 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og setið í framkvæmdastjórn TM. Markús lætur af störfum á næstu vikum.

Ásgeir Baldurs hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá TM. Ásgeir hefur meðal annars verið forstjóri VÍS, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga og fjárfestingastjóri hjá Kviku og dótturfélögum. Ásgeir hefur störf hjá TM á næstu dögum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,05
68
97.429
SJOVA
0,55
7
47.004
MAREL
0,5
47
1.049.344
ARION
0
31
327.828

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,17
6
72.196
ICESEA
-1,71
6
68.961
KVIKA
-1,65
51
902.709
EIM
-1,62
2
24.874
EIK
-1,56
3
150
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.