Bílar

Skortur á magnesíum mun líklegast hafa mikil áhrif á framleiðslu bíla

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó.
Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó.

Þegar þú sest upp í bílinn þinn að morgni til þá hugsar þú sennilega ekki um öll hráefnin sem notuð eru við framleiðslu bílsins. Þá sérstaklega málminn sem notuð er í undirvagn og byggingu bílsins. Mikill magnesíum skortur mun hugsanlega þvinga allar bílaverksmiðjur til að hætta framleiðslu fyrir lok árs, samkvæmt sérfræðingum.

Fæst okkar hugsa um magnesíum í daglegu lífi en það er afar mikilvægt efni í framleiðslu bíla. Magnesíum er notað í mörgum álblöndum, aðallega 5XXX, 6XXX og 7XXX blöndunum. Þessar blöndur eru notaðar þar sem mikill styrkur er nauðsynlegur og léttleikinn er mikilvægur, til að mynda:

  • Yfirbygging
  • Eldsneytistankur
  • Bremsur
  • Vélarblokkir
  • Stífur
  • Öxlar
  • Felgur
  • Ýmsar festingar

Í raun er ekki hægt að smíða bíl í dag án áls. Það er ekki hægt að nota ál án magnesíums. Í desember má vera að magnesíum verði orðið af afar skornum skammti. Amos Fletcher, greinandi hjá Barclays hefur sagt að „ef magnesíum birgðir klárast, þá mun allur bílaiðnaðurinn mögulega stöðvast.“

Kína er í miðri orkukrísu, verksmiðjum hefur verið lokað til að spara orku. Því miður fyrir bílaiðnaðurinn háður magnesíum og Kína er stærsta framleiðsluland magnesíums í heiminum. 85% af magnesíum heimsins kemur frá Kína. Yulin er stærsti magnesíum-framleiðslu bærinn í Kína. Nýlega fyrirskipuðu yfirvöld 35 af 50 magnesíum framleiðslum að loka og þeim 15 sem eftir eru hefur verið gert að minnka framleiðslu um 50%. Evrópskar birgðir af magnesíum munu klárast í lok nóvember ef áætlanir ganga eftir.

Staðan er ögn skárri í Bandaríkjunum, vandinn er ekki alveg á sama skala og í Kína. Bandaríkin eru stór í framleiðslu magnesíum og svo lengi sem það gengur eftir að koma magnesíum þá ná framleiðendur að búa til hálfleiðara og með því að halda framleiðslu gangandi.

Á meðan skorturinn er að raungerast er ljóst að engin skyndilausn er í augsýn. Vonandi lagast það þó hratt en veturinn lítur ekki vel út eins og er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.