Körfubolti

Keflavík sótti sigur í Grafarvog

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Ingunn átti frábæran leik í kvöld.
Anna Ingunn átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Keflavík vann tólf stiga sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-77 gestunum í vil.

Leikurinn var mjög jafn framan af en Keflavík leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta. Enn munaði aðeins þremur stigum er fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst en þar reyndust gestirnir mun sterkari og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 89-77.

Daniela Wallen Morillo átti frábæran leik í liði Keflavíkur en hún skoraði 34 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Þar á eftir kom Anna Ingunn Svansdóttir með 23 stig. Í liði Fjölnis var Dagný Lísa Davíðsdóttir stigahæst með 26 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.