Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:47 Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/vilhelm Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17