Frumtak fjárfestir í Ankeri fyrir 300 milljónir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2021 10:44 Mynd fv., stjórnendur Ankeri: Óskar Sigþórsson, Leifur Kristjánsson, Kristinn Aspelund, Nanna Einarsdottir og Helgi Benediktsson Vísir/Aðsend Fyrirtækið Ankeri, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir skipaiðnaðinn, tilkynnti í dag 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki. Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.” Nýsköpun Tækni Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.”
Nýsköpun Tækni Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira