Handbolti

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Sindri Sverrisson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á stóran þátt í því að Ísland vann dýrmætan sigur gegn Serbíu á sunnudaginn.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á stóran þátt í því að Ísland vann dýrmætan sigur gegn Serbíu á sunnudaginn. Facebook/@hsi.iceland

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Elín Jóna varði 17% skota sem hún fékk á sig í 30-17 tapinu gegn sterku liði Svíþjóðar í fyrstu umferð undankeppninnar en átti svo stórleik í 23-21 sigrinum gegn Serbíu á heimavelli á sunnudaginn.

Gegn Serbum varði Elín Jóna 14 skot eða 40% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún til að mynda bæði vítin sem Serbar fengu.

Bianca Bazaliu frá Rúmeníu var valin mikilvægasti leikmaður fyrstu tveggja umferðanna. Ásamt þeim Elínu Jónu eru í úrvalsliðinu þær Camilla Herrem frá Noregi, Meline Nocandy frá Frakklandi, Katrin Klujber frá Ungverjalandi, Amelie Berger frá Þýskalandi og Danick Snelder frá Hollandi.

Sigurinn gegn Serbum þýðir að Ísland verður með í baráttunni um að komast í lokakeppni EM 2022 en tvö lið komast upp úr hverjum undanriðli. Svíþjóð er með 4 stig, Ísland og Serbía 2 stig hvort, og lakasta lið riðilsins, Tyrkland, er án stiga.

Næstu leikir Íslands eru í mars þegar liðið mætir Tyrklandi á útivelli og á heimavelli, og undankeppninni lýkur svo dagana 20.-24. apríl með tveimur umferðum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 30-17 | Aldrei möguleiki í Eskilstuna

Ísland tapaði stórt fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Eskilstuna í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-5, Svíum í vil. Ísland spilaði betur í seinni hálfleik, sérstaklega í sókninni, en verkefnið var þá löngu orðið ómögulegt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.