Leikjavísir

Endur­gera GTA III, San Andreas og Vice City í tölvu­leikja­seríunni Grand Theft Auto

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Grand Theft Auto V, sá nýjasti í seríunni, er söluhæsti tölvuleikur allra tíma. Leikurinn hefur þar að auki skilað meiri tekjum heldur en nokkur bíómynd eða bók.
Grand Theft Auto V, sá nýjasti í seríunni, er söluhæsti tölvuleikur allra tíma. Leikurinn hefur þar að auki skilað meiri tekjum heldur en nokkur bíómynd eða bók. Getty/Pavlo Gonchar

Rockstar Games, framleiðendur tölvuleikjaseríunnar Grand Theft Auto, hyggjast endurgera (e. remaster) þrjá eldri tölvuleiki í seríunni vinsælu. 

Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við.

Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge.

Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android.

Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004.


Tengdar fréttir

Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt

Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.