Íslenska krónan veiktist á móti helstu erlendu gjaldmiðlunum í september. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Þar segir aukinheldur að í lok mánaðarins hafi evra staðið í 150,9 krónum samanborið við 149,6 í lok ágúst og Bandaríkjadalur stóð í 130,3 kr. samanborið við 126,4 kr. í lok ágúst.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 43,6 milljarðar króna í september og í samanburði við 18,3 milljarða króna veltu í ágúst.
Hlutdeild SÍ var 4,6 milljarðar króna. Af 22 viðskiptadögum í september greip Seðlabankinn inn í markaðinn fimm daga og seldi evrur í öll skiptin.
Alls seldi Seðlabankinn evrur fyrir 4,6 milljarða króna, eða 30 milljónir evra, í september.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira